Ágæti notandi Reglu
Við viljum vekja athygli þína á breytingum og viðbótum sem hafa komið í Reglu með síðustu uppfærslum.
Bókhald:
- Fyrirspurnir í hreyfingar og stöðulista viðskiptamanna er nú hægt að taka pr. viðskiptamannaflokk.
- Fyrirspurnir í hreyfingar og stöðulista viðskiptamanna sýna nú allar upplýsingar um jafnanir sem gerðar hafa verið og er þá meðal annars hægt að velja að skoða bara ójafnaðar færslur.
- Þegar gerð er fyrirspurn í aðalbók er nú hægt að velja bókhaldslykla “frá” og “til“.
- Þegar gerð er fyrirspurn í aðalbók og hreyfingar hefur val á bókhaldslyklum frá og til verið lagfært.
- Þegar valinn er bókhaldslykill “frá” fer fókus sjálfvirkt í bókhaldslykill “til” og lyklar sem birtast þar eru eingöngu þeir sem eru hærri eða sami og lykill “frá“.
- Þegar valið er að bakfæra fylgiskjal fékk bakfærslan sjálfvirkt dagsetningu dagsins í dag sem olli vandræðum ef upprunalega fylgiskjalið var á eldra ári. Nú fær bakfærslan sömu dagsetningu og upprunalega fylgiskjalið.
Sölukerfi:
- Leyft að afrita reikning yfir í kredit afhendingarseðil. Þetta nýtist vel í skannasölu ef gerðir eru afhendingarseðlar á viðskiptavini sem síðan skila inn upplýsingum um sölu sem skráð er inn sem sölureikningur og í framhaldi af því er sá sölureikningur þá afritaður í kredit afhendingarseðil og þannig birgðir réttar.
- Nú er hægt að senda reikninga sem rafræn skjöl til birtingar í netbanka.
- Magneiningar birtast á reikningum ef stýring um það er valin undir “Sölukerfi > Stjórnun > Stýringar”.
- Hægt að filtera út frá óvirkar/virkar vörur í sölukerfi undir “Sölukerfi > Skráning og viðhald > Vörur”.
- Hægt að sía óvirka/virka viðskiptamenn undir “Sölukerfi > Skráning og viðhald > Viðskiptamenn”.
- Endurvekja frumrit reiknings sækir og birtir nú upplýsingar um reikning áður en hann er endurvakinn svo hægt sé að fullvissa sig um að réttur reikningur sé valinn.
- Nýjar stýringar í sölukerfi, “Sjálfgefið að merkja vöru í birgðabókhald” og “Velja þarf birgja”. Hægt er að skrá birgja á vöru í grunnskráningu vöru, ekki þarf að velja sér flipa. Ef hakað er í báðar fyrrgreindar stýringar þá kemur sjálfvalið að merkja vöru í birgðabókhald og ekki er hægt að stofna vöru nema birgi hafi verið valinn.
- Listi yfir vörur undir “Sölukerfi > Skráning og viðhald > Vörur” sýnir hvort vörur eru í vefverslun eða kassakerfi.
Launabókhald:
- Í launabókhaldi er nú hægt að keyra hálfsmánaðar laun, auk mánaðarlauna og vikulauna.
- Hægt að hafa launataxta með aukastöfum.
- Hægt að merkja launaliði hvort þeir tilheyri yfirvinnu þannig að útreikningur orlofs, hvort sem um er að ræða greitt orlof eða áunna tíma, velji örugglega rétta launaliði þ.e. hvað tilheyrir yfirvinnu og hvað tilheyrir dagvinnu.
- Hægt er að láta kerfið reikna út áunna orlofstíma ef orlof er ekki greitt. Einnig er hægt að sýna á launaseðlum uppsafnaða tíma, notaða tíma og eftirstöðvar fyrir orlofstímabil líðandi árs og fyrra árs.
- Töluvert hefur borið á því að í uppgjörum í launakerfi hafi óvart verið valið “Staðfesta án sendingar” og á þetta við “Staðgreiðsluskilagrein”, “Skattar utan staðgreiðslu”, “Lífeyrissjóðsskilagrein” og “Meðlag”. Þegar þetta hefur gerst hefur þurft að hafa samband við starfmenn Reglu og þeir opna fyrir endursendingu. Nú hefur bæst við nýr hnappur “Endursenda” sem gerir notanda þetta mögulegt.
Verkbókhald:
- Nýrri síðu bætt við “Afturkalla afskriftir tímaskráninga” þar sem hægt er að afturkalla ef verk var t.d. óvart afskrifað í verkbókhaldi.
- Gagnadagbók inniheldur nú vörunúmer ásamt nafni starfsmanns ef vörunúmeri/taxta starfsmanna er eytt, bætt við eða uppfærðir.
Almennt:
- Villa sem var að koma upp í Reglu á nokkrum stöðum ef valið var að prenta beint af síðu, sem orsakaðist af uppfærslum á vöfrum, hefur verið löguð.