Skráning á námskeið í maí er hafin!

Skrá mig

Nýjustu breytingar og uppfærslur í Reglu – desember

Kæri notandi Reglu

Um leið og við sendum ykkur innilegar óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju Covidlausu ári er rétt að upplýsa um nýjustu verk þróunardeildar Reglu.

Nú hafa margir opinberir aðilar og stórfyrirtæki gefið út þau fyrirmæli að þau taki einungis við rafrænum reikningum. Regla hefur um árabil verið í fararbroddi hvað varðar útfærslu á rafrænum reikningum, en lengi má gott bæta.

Snjalltækin taka æ meira pláss í tilveru okkar og hefur þróunardeildin einbeitt sér að nýjungum á þeim vettvangi.

Rafrænir reikningar

Hægt er að sía út rafræna reikninga eftir viðskiptamanni undir „Bókhald > Skráning færsla > Sækja rafræna reikninga“.

Nú er hægt að sjá yfirlit yfir allar færslustýringar sem eiga við móttöku rafrænna reikninga „Bókhald > Viðhald skráa > Færslustýringar rafrænir reikningar“ og viðhalda þeim þar alveg á sama máta og gert er með færslustýringar fyrir bankafærslur.

Almennt

Nú geta viðskiptavinir auk þess að skoða reikninga frá Reglu einnig skoðað hreyfingalista undir „Stjórnun > Fyrirspurnir > Reikningar fyrir notkun kerfa/sjálfsafgreiðsla“.

Bókhald

Nú er hægt að skanna fylgiskjöl með símanum í Regla Skönnun appinu.

Sölukerfi og birgðir

Þegar reikningur er skráður með mörgum vörulínum helst staðsetning gluggans nú við neðstu vörulínu reiknings þegar ný vörulína er skráð.

Lagfæringar og breytingar á skilgreiningu vörutaxta „Sölukerfi > Skráning og viðhald > Vörutaxtar“, leitir bættar og villu meðhöndlanir gerðar. Hægt að leita eftir óvirkum/virkum vörutöxtum.

Í viðhaldi vöruskrár „Sölukerfi > Skráning og viðhald > Vörur“ er nú hægt að fara í verðútreikning á vörum alveg eins og í innkaupaskráningunni.

Nú er hægt að skrá vörunúmer birgja beint undir flipanum „Vara“ og þarf því ekki að velja flipann „Birgðir“ til þess.

Í viðhaldi viðskiptamanna „Sölukerfi > Skráning og viðhald > Viðskiptamenn“ er nú hægt að fara beint í að skoða stöðuyfirlit viðskiptamanns.

Nú er hægt að gera sölureikninga og margt fleira í símanum með Regla POS Mobile appinu.

Launabókhald

Í innlestri eftir á greidds skatts „Launabókhald > Viðhald skráa > Innlestur eftirágreidds skatts“ er nú hægt að velja á lokadagsetningu launatímabils sem færslur eiga að vera skráðar á.

Verkbókhald

Í stýringu „Verkbókhald > Stjórnun > Stýringar“ undir flipa „Útskuldun/reikningar“ er nú hægt að skilgreina „Stöður verka sem leyfa útskuldun“.

Í útskuldun „Verkbókhald > Útskuldun > Skrá reikninga, tímar og vörur“ birtast nú bara þeir viðskiptavinir sem eiga verk í stöðu sem leyfir útskuldun.

Þegar gerðir eru reikningar úr verkbókhaldi „Verkbókhald > Útskuldun > Skrá reikninga, tímar og vörur“ er nú hægt að velja útgáfudagsetningu reiknings í aftasta þrepi.

Takk fyrir góð samskipti á þessu fordæmalausa ári sem er að líða.

thordis