Skráning á námskeið í maí er hafin!

Skrá mig

Nýjustu breytingar og uppfærslur í Reglu – Desember

Ágæti notandi Reglu

Við viljum vekja athygli þína á breytingum og viðbótum sem hafa komið í Reglu með síðustu uppfærslum.

Bókhald:

  • Samanburðarskýrsla vsk “Bókhald > Uppgjörsvinnslur > Samanburðarskýrsla vsk. RSK 10.25” sýnir nú bæði veltutölur og vsk fyrir innskatt og útskatt.
  • Vsk uppgjör “Bókhald > Uppgjörsvinnslur > Vsk. Uppgjör” sýnir nú sérstaklega, ef einhver leiðréttingauppgjör hafa verið gerð, samtölur með leiðréttingauppgjörum.
  • Nú er leyft að senda vsk uppgjör og staðfesta leiðréttingauppgjör þó einhverjar færslur séu ófrágengnar. Regla birtir aðvörun og notandi þarf að staðfesta að halda eigi áfram.
  • Komið hefur í ljós að sum fyrirtæki hafa verið að senda sömu rafræna reikningana oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða mannleg mistök eða galla í viðkomandi bókhaldskerfum. Þetta á þó ekki við reikninga sem sendir eru úr Reglu nema um einbeittan brotavilja sé að ræða. Við höfum nú gert ráðstafanir í Reglu þannig að rafrænir reikningar sem áður hafa verið mótteknir og sendir í dagbók eru stoppaðir af.
  • Það hefur verið vandamál þegar verið er að millifæra í bankafærslum á milli gjaldeyrisreikninga og reikninga í íslenskum krónum að Regla þekki að um millifærslu sé að ræða og bóki þannig ekki tvisvar sinnum. Þetta hefur nú verið leyst.
  • Nú er hægt að gera kröfu um að rafrænir reikningar séu samþykktir áður en þeir eru bókaðir. Til að virkja þetta er hakað við “Krefjast samþykktar fyrir bókun á rafrænum reikningum” undir “Bókhald > Stjórnun > Stýringar”.
  • Nú er hægt í skráningu bókhaldsfærslna að finna viðskiptavin eftir reikningsnúmeri. Þetta getur t.d. verið mjög hentugt í þeim tilfellum þar sem kennitala á greiðanda reiknings er ekki sú sama og kennitala á útsendum reikningi. Til að virkja þetta er hakað við “Leyfa að finna sölureikning, sækja viðskiptavin og setja kennitölu í innsláttarsvæði”  undir “Bókhald > Stjórnun > Stýringar”.
  • Nú er hægt að jafna bókhaldsfærslur innan sama viðskiptamannaflokks. Ef t.d. reikningar eru sendir út á margar mismunandi deildir, sama kennitala en 2 aukastafir fyrir deild, en greiðslan kemur bara frá kennitölunni þá er hægt að flokka kennitöluna og allar deildir í sama viðskiptamannaflokk og síðan jafna þannig greiðslu á móti reikningum. Til að virkja þetta er hakað við “Leyfa jöfnun færslna innan sama viðskiptamannaflokks” undir “Bókhald > Stjórnun > Stýringar”.

Sölukerfi:

  • Sölufyrirspurnir sýna núna samtals kostnaðarverð og framlegð þó að kostnaðarverð vanti í einhverjar sölufærslur. Ef kostnaðarverð vantar í einhverjar sölufærslur birtir Regla athugasemd um það.

Birgðabókhald:

  • Hægt er að gera lager óvirkann. Ef vörur eru inn á lager er ekki hægt að eyða honum en í staðinn er lagerinn gerður óvirkur og hvorki hægt að velja hann í birgðaskráningu né selja af honum.
thordis