Breytingar og viðbætur í Reglu

Breytingar og viðbætur í Reglu

Ágæti notandi  Reglu
Við viljum vekja athygli þína á breytingum og viðbótum sem hafa komið í Reglu með síðustu uppfærslum.

Almennt:

  • Nú er auðveldlega hægt að hoppa á milli fyrirtækja fyrir þá sem eru að vinna í fleiri en einu fyrirtæki í einu, t.d. bókhaldsstofur. Þetta er gert með því að smella á táknið sem er efst í skjámynd lengst til hægri fyrir neðan hausinn.
  • Í skráningu starfsmanna á hlutverk eru nú einungis birtir þeir starfsmenn sem eru notendur kerfana, ekki t.d. launþegar.
  • Nú er hægt að skrá dagsetningar á ýmsum formum á dagsetningarsvæðum, ekki bara dd.mm.áááá eins og áður var. Sleppa má punktum og fleira.
  • Þegar reikningar eru sendir í tölvupósti er nú hægt að stýra því hvort sækja á meginmál og efni sjálfkrafa frá síðustu sendingu. Þessu er stýrt pr. starfsmann undir „Sölukerfi > Stjórnun>  Stýringar“.
  • Nú er hægt að velja þann möguleika að Regla muni bæði notandanafn og lykilorð í tengingum við bankana.

Bókhald:

  • Þegar valið er “Bókhald > Fyrirspurnir > Aðalbók” er nú hægt að velja “Sýna samtölur við hverja línu” eins og í fleiri fyrirspurnum.
  • Þegar valið er “Bókhald > Fyrirspurnir > Aðalbók” birtast núna neðst samtölur reksturs og efnahags. Þessar samtölur birtast einnig ef gerð er fyrirspurn í “hreyfingar” og valið að sýna samtölur pr. bókhaldslykil.
  • Þegar unnið er í milliskrá bankafærslan og flett í viðskiptamönnum er nú einnig hægt að stofna viðskiptavin.
  • Ýmsar lagfæringu hafa verið gerðar þegar unnið er í milliskrá bankafærslna, t.d. flettingar o.fl. Samræming betri við virkni þegar færslur eru skráðar í bókhald.
  • Bókhaldsár getur nú verið annað en almanaksár. Byrjunarmánuður ársins er skilgreindur undir „Bókhald > Stjórnun > Stýringar”.
  • Vsk uppgjör er nú hægt að gera eftir deildum/vsk númeri. Skýrslur RSK 10.25 og RSK 10.26 er einnig hægt að gera eftir deildum/vsk númeri. Til að opna fyrir þetta þarf að haka við viðeigandi valbox undir „Bókhald > Stjórnun > Stýringar”. Síðan þarf að skrá vsk númer á deildir fyrirtækis undir „Stjórnun > Viðhald skráa > Deildir”.
  • Nú er hægt að taka út í rekstrareikning pr. deild.
  • Ekki er lengur leyft að sækja færslur í banka á milli 24:00 og 04:00. Ástæðan er sú að ef færslur eru sóttar á þessum tíma þá er staða þeirra vegna uppgjörs í bankakerfinu ekki örugg. Þegar færslur frá banka eru fluttar í dagbók er lægsta dagsetning færslu sem sótt er látin ráða því tímabili sem valin er til birtingar. 
  • Nú er auðveldlega hægt að endursenda launamiða og verktakamiða til skatts ef þarf að endurreikna og RSK hefur ekki lokað fyrir. Þeir hjá RSK eiga þó eftir að klára þetta sín megin en verða örugglega búnir að því fyrir næstu áramót.
  • Nú er hægt í jöfnun færslna að haka í valbox í haus og merkja þannig til jöfnunar allar færslur sem birtar eru.
  • Í skráningu færslna í bókhaldi er nú hægt að fletta/leita í hreyfingum síðustu 12 mánaða eftir bókhaldslykli, viðskiptavini eða upphæð. Ekki er þó leyft að fletta eftir kennitölu sem skilgreind er fyrir staðgreiðslu. Þessar flettingar eru gerðar með því að smella á táknið aftan við viðeigandi svæði í færsluskráningu sem leitargildi hefur þá verið skráð í. Til að leita að upphæð skiptir ekki máli hvort skráð er í svæði fyrir debet eða kredit upphæð og birtast þá færslur sem hafa upphæðina annað hvort í debet eða kredit.
  • Nú kemur villumelding ef reynt er að skrá færslu í bókhaldi sem þegar hefur verið skráð.
  • Bókhaldslyklar eru nú á fleiri tungumálum en íslensku.

Sölukerfi:

  • Á sölureikningum birtast nú þriggja stafa mynt kóðar í texta fyrir samtölu reiknings til þess að tilgreina í hvað mynt reikningur er. ISK fyrir íslenskar krónur og DKK fyrir danskar krónur svo dæmi sé tekið.
  • Undir „Sölukerfi > Stjórnun > Stýringar„ er nú hægt að skilgreina hvort starfsmaður hefur leyfi til að sjá kostnaðarverð og framlegð.  Ef leyft þá sést framlegð um leið og verið er að skrá reikning. Kostnaðarverð og framlegð er sýnd í viðeigandi fyrirspurnum.
  • Ef gerður er reikningur í mynt þar sem aukastafir í upphæðum eru notaðir eru þeir alltaf sýndir þó að notandi hafi valið undir „Sölukerfi > Stjórnun > Stýringar„ að sýna ekki aukastafi í einingaverði á reikningi.

Birgðabókhald:

  • Nýr dálkur í birgðalistanum „Sölukerfi > Fyrirspurnir > Birgðalisti“ sem sýnir „Síðast á lager“. Það er dagsetning síðustu innkaupa.
  • Vörutalningarviðmót bætt. Nú er hægt að skanna inn strikamerki vörunnar og skrá talningu.

Launabókhald:

  • Í launaliðum er nú merking sem segir hvort reikna eigi orlof af þeim.
  • Hægt er að hækka laun eftir stéttarfélögum og launaliðum annað hvort með % hækkun eða um ákveðna upphæð.

Verkbókhald:

  • Listi yfir verk í verkbókhaldi sýnir nú áætluð verklok og áætlaðan tíma.
thordis