Neyðarþjónusta afgreiðslukerfa

Gjaldskyld neyðarþjónusta

520 1222

9-23 alla daga

Verkbókhald – Nýtt viðmót

Ný útgáfa af Reglu er nú komin í loftið og fyrsta kerfiseiningin sem gefin er út í hinu endurbætta kerfi er verkbókhaldið.
Hægt er að prófa nýja viðmótið hér: https://app.regla.is/

Nútímaleg tækni fyrir aukinn hraða og sveigjanleika
Útgáfan byggir á nýrri og öflugri tækni sem skilar auknum hraða, betri svörun og meiri sveigjanleika fyrir notendur. Markmiðið er að gera viðmótið aðlögunarhæfara þannig að það mæti betur ólíkum þörfum og verklagi.

Skýrara yfirlit og aðgengilegri upplýsingar
Á yfirlitssíðu verkefnisins má nú finna:

  • Ítargögn um verkefnið í efsta fleka
  • Tölulega samantekt verkefnisins
  • Tímaskráningu á skýran og aðgengilegan hátt
  • Efnisskráningu neðst á síðunni

Þessi framsetning veitir betra heildaryfirlit og skilvirkari vinnuferla.

Gamla og nýja útgáfan vinna saman
Ekki er enn öll virkni úr eldri útgáfu verkbókhalds komin yfir í nýja kerfið, en báðar útgáfur vinna á sömu gögnum. Notendur geta því farið á milli kerfisútgáfanna eftir þörfum án þess að tapa upplýsingum eða samræmi í vinnu.

Nánar um nýja viðmótið og leiðbeiningar hér.

sara