Námskeið
Smelltu á hlekkinn og skráðu þig á frítt námskeið í Reglu!
Við bjóðum upp á frí vefnámskeið í sölukerfi, fjárhagskerfi og launakerfi.
Námskeiðin eru haldin á mánudögum.
Sölukerfið og fjárhagskerfið eru kennd sama dag, einu sinni í mánuði, og er þeim skipt upp í tvo hluta.
Ef vilji er fyrir að sitja námskeiðið í heild, þarf að skrá sig í báða hluta námskeiðsins.
Sölukerfið er kennt frá kl. 13:00 - 14:15 og fjárhagskerfið frá kl. 14:30 - 15:45.
Launakerfi er kennt frá kl. 13:00 - 15:00, á tveggja mánaðafresti.
Pása verður á námskeiðum yfir sumarið. Við bendum á upptökur af námskeiðunum.