Regla kynnir nýja fyrirtækjagátt sem veitir umsjónaraðilum skýra og aðgengilega yfirsýn yfir öll þeirra fyrirtæki.
Fyrirtækjagáttin er viðmót sem veitir heildaryfirsýn yfir fyrirtæki í samstæðu eða í umsjá bókara, og stöðuna á þeim með tilliti til VSK, launa, skilagreina og annara þátta. Áhrifarík leið til þess að auka skilvirkni umsjónaraðila margra fyrirtækja í Reglu. Til dæmis er einfalt að skrá sig beint inn í kerfiseiningar hjá viðskiptavinum og gera breytingar sem uppfæra stöðuna í fyrirtækjagáttinni í rauntíma.
Gáttin sameinar helstu rekstrarupplýsingar á einum stað, þar á meðal stöðu virðisaukaskatts, yfirlit launa og skilagreinar. Þetta gerir notendum kleift að fylgjast með mikilvægum upplýsingum á fljótlegan og skipulegan hátt.
Fyrirtækjagáttin er hönnuð til að styðja við skilvirkt vinnuflæði. Með einum smelli er hægt að fara beint inn í viðeigandi kerfiseiningar hvers viðskiptavinar, sem sparar tíma og minnkar umstang. Allar breytingar sem gerðar eru í þessum einingum uppfærast sjálfkrafa í rauntíma í gáttinni, sem tryggir að yfirsýnin sé alltaf nákvæm og uppfærð.
Fyrirtækjagáttin er frábær kostur fyrir alla umsjónaraðila sem vilja halda enn betur utan fyrirtæki með skilvirkari, notendavænni og nútímalegri leið.



