•  
  • 16.6.2021

Nýtt útlit á Reglu

Nýtt útlit á Reglu

Ágæti reglunotandi.

Undanfarið ár hefur staðið yfir vinna við að poppa upp útlit Reglu en það gamla þótti helst til gamaldags og með nýja útlitinu koma nokkrar góðar nýjungar. Svo Regla er ekki bara orðin fallegri, heldur líka betri og í þokkabót hraðskreiðari.

Núna er hægt að setja upp flýtileiðir, hægt er að merkja þau verk sem viðkomandi notandi notar mest og raða þeim á flýtistiku.

 

Regla er orðin skalanleg og passar betur í allar stærðir skjáa.

 

Fyrst um sinn verður eldra útlit líka aðgengilegt á slóðinni www1.regla.is/fibs_old

Við vonum að notendur Reglu verði ánægðir með nýja útlitið og við þiggjum með þökkum ábendingar um það sem betur má fara. Ef það er í sambandi við nýja útlitið er það daniel@fakta.is sem mun bregðast við, hraðar en vindurinn.

Við sendum viðskiptavinum okkar óskir um gleðilegan þjóðhátíðardag.

Regla

Regla er bókhaldskerfi í skýinu sem krefst engrar uppsetningar. Þú getur skráð þig inn og byrjað að bóka samstundis.

Með Reglu einfaldar þú bókhaldið, kerfið tengist bönkum og auðveldar rafræn viðskipti og sparar því mikinn tíma, svo eitthvað sé nefnt.

Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík

09:00 - 16:00
520 1200