• Nýjungar
  •  
  • 23.6.2020

Ferðagjöfin og Regla

Ferðagjöfin og Regla

Að venju er þróunarteymi Reglu á tánum og tilbúið að bregðast við þeim áskorunum sem viðskiptavinir okkar þurfa að takast á við og á tímum Covid19 eru þær svo sannarlega fjölbreyttar. Nú er ferðagjöf yfirvalda tilbúin til notkunar og Regla stendur klár á sínu.

Afgreiðslukerfi Reglu getur nú tekið við ferðagjöf ríkisins sem greiðslumáta og er það í samstarfi við YAY sem býður upp á þjónustu við rafræn gjafakortasmáforrit.

Fyrirtæki sem vilja taka á móti ferðagjöfinni þurfa að sækja um skráningu á slóðinni https://ferdagjof.island.is/  en allar upplýsingar um ferðagjöfina má nálgast á www.ferðalag.is

Í afgreiðslukerfi Reglu er nú hægt að taka á móti öllum gjafabréfum YAY, ekki bara ferðagjöfinni en það þarf að uppfæra stillingar í vélbúnaði og þeir sem óska eftir að fá þessa uppfærslu í sín kassakerfi eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á regla@regla.is og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

Starfsfólk Reglu

Regla er bókhaldskerfi í skýinu sem krefst engrar uppsetningar. Þú getur skráð þig inn og byrjað að bóka samstundis.

Með Reglu einfaldar þú bókhaldið, kerfið tengist bönkum og auðveldar rafræn viðskipti og sparar því mikinn tíma, svo eitthvað sé nefnt.

Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík

09:00 - 16:00
520 1200