• Nýjungar
 •  
 • 19.6.2019

Breytingar og viðbætur í Reglu

Breytingar og viðbætur í Reglu
Breytingar og viðbætur í Reglu


Ágæti notandi  Reglu
Við viljum vekja athygli þína á breytingum og viðbótum sem hafa komið í Reglu með síðustu uppfærslum.

 

Almennt:

 • Í "Handbækur og stillingar" er nú hægt að velja allar handbækur út í eitt pdf skjal.

 

Bókhald:

 • Í skráningu færslna er hægt að fletta eftir reikningi á pdf formi og lesa innihald reiknings. Ef lestur tekst fyllast út innsláttarsvæði í skráningu og lánadrottnafærsla skráist sjálfkrafa. Reikningurinn geymist sem viðhengi við skráð fylgiskjal og er því alltaf sýnilegur í fyrirspurnum í bókhaldinu.

 

 • Einnig er hægt að tengja önnur skjöl sem geymast þá einnig sem viðhengi við skráð fylgiskjal.

 

 • Hægt er að skrá handfærðan innskatt beint á innskattslykil. Eldri aðferð við þetta er þó einnig í fullu gildi.

 

 • Hægt að skrá skýringar í hauslínur á efnahags- og rekstrareikningi.

 

 • Hægt að velja að birta alla bókhaldslykla í sundurliðun efnahags- og reksturs einnig þá lykla sem eru án fjárhæða.

 

 • Tenging skjala undir "Bókhald > Skráning færsla > Tengja skjöl" gerð mun hraðvirkari.

 

 • Í fyrirspurnum í hreyfingar í bókhaldi er hægt að velja að sjá alla lykla einnig þá sem ekki hafa neina hreyfingu/stöðu.

 

 • Þegar flett er í eldri færslur beint úr skráningu bókhaldsfærslna er nú alltaf hægt að bora sig niður og skoða allar færslur á fylgiskjali.

 

 • Áður birtist athugasemd í vsk uppgjöri ef færslur höfðu verið skráðar á staðfest vsk uppgjör. Nú kemur þessi athugasemd einnig þó vsk uppgjör hafi ekki verið staðfest.

 

 • Í Skattauppgjör undir "Bókhald > Uppgjörsvinnslur > Skattauppgjör" hafa nú verið gerðar verulegar útlitsbreytingar og hægt að velja að sjá alla bókhaldslykla undir skattalyklum með einni aðgerð.

 

Sölukerfi:
 

 • Undir "Sölukerfi > Stjórnun > Stýringar" er nú hægt að velja að birta magneiningu á sölureikningum.

 

 • Þegar verið er að fletta vörum undir "Sölukerfi > Skráning og viðhald > Vörur" er hægt að velja að sjá bara virkar vörur.

 

 • Undir "Sölukerfi > Stjórnun > Endurvekja frumrit reiknings“  sjást núna nánari upplýsingar um reikning áður en hann frumrit hans er endurvakið.

 

Launabókhald:

 • Hægt er að flytja inn launþega úr csv skrá.

 

 • Notandi getur skilgreint hvaða launa-, og frádráttarliðir eiga að núllstillast á milli launakeyrslna.

 

 • Hægt er að skrá sérstaka lífeyrisauka prósentu á þá launþega sem það gildir um skv. sérstökum samningi við t.d. einkaskóla til að jafna lífeyrisrétt kennara við opinbera starfsmenn.

 

 • Ef orlofsliðir eru skráðir á launþega þá er krafa um að skráð sé orlofs prósenta.

 

 • Ef valið er að greiða laun í banka en ekki er valinn sérstakur bankareikningur fyrir orlofsgreiðslur þá merkist sjálfkrafa að greiða eigi orlof á sama bankareikning og laun.

Regla er bókhaldskerfi í skýinu sem krefst engrar uppsetningar. Þú getur skráð þig inn og byrjað að bóka samstundis.

Með Reglu einfaldar þú bókhaldið, kerfið tengist bönkum og auðveldar rafræn viðskipti og sparar því mikinn tíma, svo eitthvað sé nefnt.

Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík

09:00 - 16:00
520 1200