Vörur

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Fyrstu skrefin > Stjórnun > Viðhald skráa > Flytja inn skrá >

Vörur

Vöruskrá þarf að vera samansett af eftirfarandi svæðum og röð:

 

1.Vörunúmer

2.Heiti (Vara)

3.Vöruflokkur

4.Birgi (kennitala birgja)

5.Smásöluverð án vsk (ef við á annars 0)

6.Heildsöluverð án vsk (ef við á annars 0)

7.Kostnaðarverð

8.Virðisaukaskattur

9.Leyfa afslátt (0=nei/1=já)

10.Hámarksafsláttur

11.Stutt lýsing

12.Löng lýsing

13.Má yfirrita verð (0=nei/1=já)

14.Er vara í birgðabókhaldi (0=nei/1=já)

 

Kerfið leyfir að fyrsta línan innihaldi dálkaheiti ef hakað er við „Skrá inniheldur hauslínu“.

 

Öll gögnin sem flutt eru inn í kerfið fara í gegnum sams konar villu leit og þau gögn sem slegin eru beint inn í kerfið, þess vegna gilda sömu reglur um öll svæðin.

 

Vörunúmer þarf að vera einkvæmt, ekki er nauðsynlegt að það sé númer þar sem bæði tölustafir og bókstafir eru leyfðir.

 

Heiti er heiti vöru eða það sem er merkt Vara í skráningu vöru í Reglu kerfinu.

 

Vöruflokkur er heiti vöruflokks. Ef vöruflokkurinn er ekki til í kerfinu, þá er hann stofnaður.

 

Kennitala birgja þarf að vera til í viðskiptamannaskrá. Þetta svæði má vera autt.

 

Smásöluverð, kerfið gefur möguleika á því að fyrirtækið sé skilgreint sem smásala, heildsala eða bæði innan Reglu kerfisins og því er hægt að setja bæði verðin inn þegar verið er að flytja inn skrá. Ef vara hefur ekkert smásöluverð er einfaldlega sett 0 í þetta svæði.

 

Heildsöluverð, kerfið gefur möguleika á því að fyrirtækið sé skilgreint sem smásala, heildsala eða bæði innan Reglu kerfisins og því er hægt að setja bæði verðin inn þegar verið er að flytja inn skrá. Ef vara hefur ekkert heildsöluverð er einfaldlega sett 0 í þetta svæði.

 

Kostnaðarverð, ef kostnaðarverð er skráð á vöru er hægt að sjá samtals kostnaðarverð seldra vara í öllum fyrirspurnum í sölukerfi. Ef ekki er þörf á kostnaðarverði er sett 0 í þetta svæði.

 

Virðisaukaskatturinn þarf að vera lögleg tala innan kerfisins, listi yfir lögleg gildi má finna hér:

 

Dæmi um nokkrar línur væri:

 

4500;Pappír A4;100;1601542179;500;300;100;24,0;1;10;1;1

4501;Pappír A3;200;1601542179;600;400;200;11,0;1;15;0;0