Stéttarfélög

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Launakerfi > Viðhald skráa >

Stéttarfélög

Hér á við að flestu leiti sama lýsing og hér að ofan fyrir lífeyrissjóði. Það eru þó fleiri % tölur  eða fjárhæðir sem fylla þarf inn vegna þeirra gjalda sem launagreiðandi greiðir til stéttarfélags.

 

Einnig er hér auka skráning á númer 1 sem er fyrir þá sem eru utan félaga það er svo launagreiðanda að ákveða og skrá orlofs og desemberuppbót fyrir þá launþega.

 

Ef stéttarfélag innheimtir sjálft félagsgjöld þarf einnig að skrá stéttarfélag undir Lífeyrissjóðir / Innheimtuaðilar.

 

Stéttarfélög

 

Til að velja og skrá gjöld sem tilheyra stéttarfélagi er smellt á táknið breyta fremst í línu og birtist þá þessi skráningarmynd:

 

Launakerfi - gjöld í stéttarfélagi

 

Sum gjöld geta verið valkvæð á launþega og þarf því að velja undir Launabókhald>Viðhald skráa>Launþegar þar sem launa- og frádráttarliðir eru valdir. Ef gjaldaliðurinn birtist ekki þar þá er hann tekinn með fyrir alla launþega sem tilheyra stéttarfélaginu.

 

Orlofstímabil frá og með og til og með sýnir tímabilið skv. samningum stéttarfélags. Ártal þarna sýnir bara líðandi ár og þarf aldrei að breyta neitt. Einhver stéttarfélög eru með tímabilið annað en frá 1. maí og þarf þá að breyta þessu til samræmis við það.