Skráning á handfærðum VSK innskatti (Vsk í tolli)

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Fjárhagsbókhald > Skráning færsla > Skráning  >

Skráning á handfærðum VSK innskatti (Vsk í tolli)

Athugið að ef færa á handfærðan vsk er hann aldrei færður beint á lykil 9520 sem er einn af uppgjörslyklum fyrir vsk sem eru lokaðir fyrir handskráningu. Skráningin á að vera á alveg sama hátt og önnur vsk skyld vörukaup en færist á bókhaldslykil sem er merktur Vsk flokki „Innskattur handfærður vsk“ t.d. bókhaldslykill 2130 Aðflutningsgjöld.

 

Heildarfjárhæðin  færist á bókhaldslykilinn og við það verða til tvær færslur eins og þegar önnur vsk skyld vörukaup eru skráð eini munurinn er sá að nú getur notandi breytt fjárhæð á vsk færslunni, og þess vegna sett alla fjárhæðina þar, og við það lækkar samsvarandi  sjálfvirkt fjárhæðin sem lendir á 2130.

 

Ef skráning færslna fer fram í færsluformi, ekki grind, er heildarfjárhæð færð á bókhaldslykilinn (2130) og þá verður fjárhæð vsk 0. Síðan er skráð rétt fjárhæð í fjárhæð vsk.