Rafrænir reikningar skráðir í birgðir

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Innkaup >

Rafrænir reikningar skráðir í birgðir

 

Þegar rafrænir reikningar eru mótteknir og bókaðir eru þeir fluttir sjálfvirkt inn innkaupaskráningu. Í innkaupaskráningunni er svo hægt að birta alla rafræna reikninga sem eftir er að uppfæra í birgðir. Ef vörunúmer birgja er skráð á vörurnar í Reglu þá ættu rafrænu reikningarnir að koma nánast tilbúnir og eina sem þarf að gera eftir að búið er að velja þá er að smella á Skrá í birgðir, annars þarf að smella á vörulínur og skrá inn hver varan er.

 

Rafrænn reikningur er valinn með því að smella á flipann Skráðir reikningar og velja svo Rafrænir reikningar eins og sýnt er hér fyrir neðan.

 

 

Rafrænir

 

Reikningur er valinn með því að smella á táknið fremst í línunni og þá birtist reikningur á þessu formi:

 

 

Innkaup rafrænn

 

Reikningurinn er svo valinn í skráningarform til að skrá birgðir með því að smella á Afrita til að skrá birgðir. Með því að smella á Sjá reikninginn birtist mynd af rafræna reikningnum. Eftir að reikningurinn hefur verið afritaður í skráningarformið er einnig hægt að smella á hnapp þar Sjá reikninginn.