Aðgerðahnappar

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Innkaup >

Aðgerðahnappar

Flesta aðgerðahnappar er hægt að velja með flýtilyklum sem sjást hverjir eru með því að setja músabendil yfir aðgerðahnappa.

 

FIBSSA~1_img117

 

Uppfæra kostnað á vörulínum.

Kostnaður á vörulínum er reiknaður jafnóðum við skráningu ef samtölur eru skráðar í haus reiknings. Kostnaðinum er samt hægt að dreifa eftir á þ.e. eftir að allar vörulínur hafa verið skráðar með því að velja þessa aðgerð.

 

Skrá í birgðir.

Ef fyrirtæki er bæði með birgðabókhald og fjárhagsbókhald en samt á eingöngu að skrá birgðir er þessi aðgerð valin í stað aðgerðarinnar Skrá birgðir og bóka. Ástæðan gæti t.d. verið að reikningur hafi ekki borist, eingöngu afhending vöru og afhendingarseðill, og þá væri valin aðgerðin Bóka reikning seinna þegar reikningur hefur borist. Einnig gæti reikningur þegar hafa verið bókaður t.d. rafrænn reikningur. Rafrænir reikningar flytjast sjálfvirkt yfir í innkaupaskráningu þar sem hægt er að velja þá og skrá þá í birgðir.

 

Bóka reikning.

Ef fyrirtæki er bæði með birgðabókhald og fjárhagsbókhald en samt á eingöngu að bóka reikning er þessi aðgerð valin í stað aðgerðarinnar Skrá birgðir og bóka. Þetta getur átt við ef birgðir hafa af einhverjum ástæðum áður verið bókaðar t.d. samkvæmt afhendingarseðli eins og að framan er nefnt.

 

Stillingar.

 

Villuleita.

Villuleitin snýr fyrst og fremst að því að stemma innslegnar samtölur við samtölur á skráðum vörulínum. Þessi villuleit er einnig framkvæmd þegar valið er að skrá birgðir og bóka reikning og þær aðgerðir ekki kláraðar nema allt sé villulaust.

 

Geyma skráningu.

Ef skráning er ekki kláruð eða uppfærð af einhverjum ástæðum þá er hægt að geyma hana með þessari aðgerð. Hægt er að geyma eins margar skráningar og þörf er á. Geymdar skráningar er svo hægt að finna aftur með því að smella á flipann Geymdar skráningar og velja þar geymda skráningu inn í skráningarformið og klára hana. Ekki er þörf á að geyma skráningu þó farið sé út úr skráningu tímabundið því skráningin birtist sjálfkrafa aftur næst þegar farið er í skráningu.

 

Skrá birgðir og bóka.

Ef fyrirtæki er ekki með birgðabókhald þá heitir þessi aðgerð Bóka reikning og ef fyrirtæki er ekki með fjárhagsbókhald þá heitir aðgerðin Skrá birgðir.

Skráningin er villuleituð og ef engin villa er eru birgðir uppfærðar og reikningur bókaður eftir því sem við á.

 

Hætta við.

Hér er hætt við skráningu reiknings og skráningarform tilbúið fyrir nýja skráningu.