Vörulínur

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Innkaup >

Vörulínur

Hér er skráðar vörulínur reiknings. Til þess að fara á milli innsláttarsvæða í skjámynd er hægt að nota Tab takka á lyklaborði eða Enter.

 

Ef fyrirtæki er áskrifandi að fjárhagsbókhaldi birtist dálkurinn til að velja bókhaldslykil.

 

Ef skráður er fleiri en einn lager hjá fyrirtækinu bætist við dálkur til að velja lager.

 

Ef skilgreindar eru víddir til notkunar í bókhaldi skv. Stjórnun>Viðhald skráa>Víddir stýringar bætast við dálkar til að velja víddir.

 

Ef vara er ekki skráð í birgðabókhald birtist táknið FIBSSA~1_img112 aftast í línunni og ef klikkað er á táknið þá merkist vara þannig að hún er skráð í birgðabókhald.

 

Innkaup vörulínur

 

Vara.

Til að velja vöru er skrá inn hluta af vörunúmeri, vöruheiti, vörunúmeri birgja eða strikamerki.

 

Kostnaðarverð.

Þegar vörulína er skráð reiknar kerfið út nýtt kostnaðarverð út frá skráðu innkaupsverði og kostnaði sem dreift er á vörulínur eins og áður er lýst.

 

Ef kostnaðarverð breytist umfram skilgreinda prósentu sem er skráð undir Stillingar lætur kerfið vita með því að birta kostnaðarverðið feitletrað og með rauðu letri og er þá hægt að sjá eldra kostnaðarverð með því að setja músarbendil yfir nýja kostnaðarverðið. Útsöluverði er ekki breytt sjálfvirkt út frá nýju kostnaðarverði.

 

Í vörulínunni birtist núverandi útsöluverð ásamt álagningar og framlegðar prósentum sem þá miðast við nýtt kostnaðarverð.

 

Afsl. á einingu.

Í afsláttarsvæði er hægt að skrá upphæð eða afsláttar prósentu með því að skrá % aftan við innskráða tölu.

 

Að skrá afsláttarprósentu getur hentað vel ef afsláttarupphæð er eingöngu birt sem samtala á reikningi en vitað er hver afsláttarprósenta á að vera og þá er hægt að stemma sig af við samtölu afsláttar.