Rafrænir reikningar

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Fyrstu skrefin > Almennt >

Rafrænir reikningar

Rafrænir reikningar eru sendir og mótteknir í gegnum skeytamiðlara.

 

 

Til að virkja skeytamiðlun þarf að fara undir „Stjórnun > Viðhald skráa > Sækja um rafræna reikninga“.

 

Stjórnun - Sækja um rafræna reikninga

Figure 1: 

 

 

Til að virkja þjónustuna í Reglu þarf að fara inná „Stjórnun>Viðhald skráa>Fyrirtækið“ og haka við rafræna reikninga og er þá beðið um að skrá inn framangreint notandanafn og lykilorð, annað úr tölvupóstinum frá skeytamiðlaranum þarf ekki að skrá. Svo þarf að merkja í viðhaldi viðskiptamanna á viðkomandi viðskiptamenn að þeir  eigi að fá rafræna reikninga, ef það á við.

 

Þegar valið er að senda rafrænan reikning, sem er sjálfgefið þegar viðskiptamaður er þannig merktur, birtist skjámynd þar sem hægt er að velja auka viðhengi með reikningi og svo smellt á „Senda reikning“.

 

Til að sækja rafræna reikninga frá öðrum söluaðilum er farið í „Bókhald>Skráning færsla>Sækja rafræna reikninga“ og eru þá sjálfvirkt sóttir þeir reikningar sem hafa borist.

 

Áður þarf eins og sagt er hér að framan að vera búið að senda beiðni á skeytamiðlara um að opna fyrir móttöku rafrænna reikninga.

Hafa þarf samband við viðskiptavini og óska eftir bæði að fá að senda þeim rafræna reikninga og eins að óska eftir að fá senda frá þeim rafræna reikninga.