Velja tíma og vörur

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Verkbókhald > Útskuldun - reikningagerð >

Velja tíma og vörur

Þegar búið er að velja þau verk sem á að útskulda þarf að velja þær tímafærslur og vörufærslur innan verks sem skal útskulda. Til að gera það kemur upp sams konar listi þar sem fram kemur heiti verks, heiti verkhluta, dagsetning skráningar, nafn þess starfsmanns sem skráði færsluna, tíma fjöldi sem á eftir að útskulda, lýsing og athugasemd. Fyrir vörur kemur einnig sambærilegur listi. Til þess að velja færslu þarf að haka við viðeigandi línu eða haka við hausinn til að velja allar færslurnar. Í upphafi eru allar færslur valdar.

 

Þegar búið er að velja þær færslur sem unnið skal með er hægt að fá upp verkseðil (tímafærslur) fyrir þær færslur, útskulda þær eða afskrifa. Þegar færsla er útskulduð eða afskrifuð fær hún viðeigandi stöðu sem kemur meðal annars fram í fyrirspurnum.

 

Ef að fyrirtæki hefur aðgang að sölukerfinu útbýr kerfið reikninga í stað þess að merkja færslur sem útskuldaðar. Útskuldun og/eða afskriftir gerist sjálfkrafa þegar reikningur er búinn til. Ef að afskrifa þarf allar línurnar á reikningi þá er ekki búinn til reikningur heldur eru færslurnar einungis merktar sem afskrifaðar. Ferlið er eins hvort sem allur reikningurinn er afskrifaður eða ekki.

 

Ef um vörufærslur er að ræða er ekki boðið upp á að afskrifa. Í stað þess er einfaldlega farið í vöruskráninguna og skráningin felld niður.