Listi yfir tímafærslur

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Verkbókhald > Skráning og viðhald > Tíma- og vöruskráning >

Listi yfir tímafærslur

Þegar búið er að skrá færslur inn í kerfið er hægt að leita eftir þeim til þess að skoða, breyta eða afrita. Listinn sýnir allar færslur innan gefins tímabils, sjálfgefið tímabil er viðeigandi vika.

 

Til þess að velja tímabil þarf að smella á myndina af dagatalinu hægra megin við texta svæðin og velja viðeigandi dagsetningu þar. Einnig er hægt að slá beint inn í texta svæðin t.d. 12.05.2016 og smella svo á Velja hnappinn.

 

FIBSWO~1_img32

 

Ef að listinn yfir tímafærslur er skoðaður má sjá að fyrstu dálkarnir eru notaðir undir hnappa.

 

Hnappurinn FIBSWO~1_img33 afritar færslu, hnappurinn FIBSWO~1_img34 sýnir reikning ef viðkomandi færsla hefur verið útskulduð og hnappurinnFIBSWO~1_img20 gerir notanda kleift að skoða öll þau viðhengi sem kunna að vera á færslunni.

 

Seinni dálkarnir tveir eru þó ekki sjáanlegur nema til færsla komi fyrir á reikningi eða viðhengi er á færslu.

 

Til að breyta innsleginni færslu er smellt á línu og fer þá færslan í  breytingarham, þá lítur skráningarformið út eins og á myndinni hér að neðan. Helsti munurinn er sá núna er hægt að uppfæra eða eyða færslu og svo hefur bæst við nýr hnappur efst í hægra horninu ef einhver viðhengi eru á færslu. Sá hnappur opnar glugga til að skoða öll viðhengi sem kunna að vera á færslunni.