Tímaskráning

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Verkbókhald > Skráning og viðhald > Tíma- og vöruskráning >

Tímaskráning

Eftir að búið er að velja á hvaða verk á að skrá kemur upp skráningargluggi sem sjá má hér að neðan.

 

Efst má sjá hvaða greiðandi og verk er valið, ef við á má einnig sjá hvaða verkhluti er valinn.

 

Ef notandi hefur leyfi til að skrá tíma á aðra starfsmenn kemur fellilisti með öllum starfsmönnum fyrirtækisins þar sem hægt er að velja á hvern er skráð. Eingöngu notendur sem hafa stjórnunar réttindi í verkbókhaldi hafa leyfi til að skrá/breyta tímum á aðra starfmenn.

 

Í hægra horninu er FIBSWO~1_img19 hnappur sem gerir notanda kleift að hengja viðhengi á færsluna sem verið er að skrá.

 

Ef skilgreindar eru víddir fyrir skráningu í verkbókhald birtast vallisti fyrir þær.

 

Taxtar sem starfsmaður getur valið úr og skilgreindir hafa verið undir Verkbókhald>Stjórnun>Vörunúmer/taxtar starfsmanna birtast í vallista.

 

Velja þarf þann dag sem verið er að skrá á, ef valin er önnur dagsetning en er þann daginn er hún merkt með rauðu til að minna á að verið sé að skrá fram eða aftur í tímann. Sjálfgefið gildi er dagurinn í dag, ef önnur dagsetning er valin helst sú dagsetning á milli skráninga. Til þess að velja dagsetningu þarf að smella á myndina af dagatalinu hægra megin við texta svæðið og velja viðeigandi dagsetningu þar. Einnig er hægt að slá beint inn í texta svæðið t.d. 12.05.2016.

 

Þar fyrir neðan er svo hægt að skrá inn tímana, útskuldaða, ekki útskuldaða eða bæði. Ef bæði er skráð inn útskuldaða og ekki útskuldaða tíma verða til tvær færslur sem eru eins að öllu leyti nema önnur er fyrir útskulduðu tímana en hin fyrir ekki útskulduðu tímana. Ef slegið er inn 1,5 er það tekið sem einn klukkutími og þrjátíu mínútur.

 

Að lokum eru það texta svæðin tvö, lýsing annars vegar og okkar athugasemd hins vegar. Lýsing er einföld lýsing á verkinu, hvað var gert og svo framvegis. Þegar verkkaupa er svo sent yfirlit yfir verkið kemur þessi lýsing þar fram. Hins vegar er okkar athugasemd hugsuð meira fyrir innanhús athugasemdir, kannski var ástæða tafar verkkaupanum að kenna þá væri hægt að nefna það í okkar athugasemd án þess að eiga það á hættu að greiðandi sjái.

 

Hægt er að breyta stöðu verks með því að velja nýja stöðu úr listanum Staða verks.

 

 

FIBSWO~1_img30