Leit

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Sölu og birgðakerfi > Skráning og viðhald > Vörur >

Leit

Í fyrstu kemur einungis leitin upp, en hún samanstendur af textasvæði, þremur hnöppum og fimm leitar skilyrðum.

 

Hægt er að haka í fimm mismunandi skilyrði til þess að sía niðurstöður úr vörulistanum.  

 

Ef slegið er í textasvæði og svo smellt á leitarhnappinn mun kerfið leita að þeirri vöru.

 

Ef vara eða vörur finnast kemur upp listi fyrir neðan leitarsvæðið og til hægri birtast ítarupplýsingar um þá vöru sem er efst á lista.

 

Ef engin vara finnst telur kerfið að ætlunin sé að stofna nýja vöru og innskráningarform kemur upp hægra megin, kerfið áætlar hvort leitarorðið sé vörunúmer eða heiti vörunnar og setur í viðeigandi textasvæði. Þetta sama innskráningarform má fá með því að smella á Stofna hnappinn í staðinn fyrir leitarhnappinn. Hreinsa hnappurinn endurstillir síðuna.

 

Regla gerir ráð fyrir að fyrirtæki geti verið smásala, heildsala eða bæði. Ef fyrirtæki er annað hvort smásala eða heildsala þá er notast við viðeigandi verð í leitinni. Ef fyrirtækið er bæði þá er alltaf notast við smásöluverð í leitinni nema í þeim tilfellum sem ekkert smásöluverð er uppgefið, þá er notast við heildsöluverðið.

 

Aftast í leit er dálkur sem sýnir stöðu á vöru þ.e. hvort hún er virk (í sölu) FIBSSA~1_img6 eða óvirk FIBSSA~1_img7. Með því að smella á táknið er hægt að breyta um stöðu á vöru.

 

 

clip0023