Sundurliðun pr. launþega

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Launakerfi > Launavinnslur > Launþegar í launakeyrslu >

Sundurliðun pr. launþega

Ef smellt er á línu launþega þar sem samtölur pr. launþega er birt sundurliðun á útreikningi launa eftir launa- og frádráttarliðum  og hægt að breyta þar fjölda og upphæðum en þær breytingar notast eingöngu í launakeyrslunni þ.e. uppfæra ekki það sem skráð er á launþega undir Launabókhald > Viðhald skráa > Launþegar.

 

 

Launakerfi - sundurliðun launa

 

Skjámyndin skiptist í þrjá hluta þ.e. grunnupplýsingar launþega í haus, launa-  og frádráttarliðir í miðjunni, og svo heildartölur útreiknings neðst. Með því að velja í flettilista Tegund er valið á milli þess að birta launaliði eða frádráttarliði.

 

Ef smellt er á línu í lista yfir launa- eða frádráttarliði opnast línan í breytingarham og er þá hægt að breyta %, fjölda og upphæð eins og við á. Þeir liðir sem hafa táknið FIBSSA~1_img6 aftast eru liðir sem ekki eru virkir annaðhvort vegna þess að engin upphæð reiknast eins og t.d. hér að neðan liðurinn Yfirvinnulaun þar sem enginn tímafjöldi var sleginn inn, eða að smellt hefur verið á táknið FIBSSA~1_img42 og liður þannig gerður óvirkur.

 

Ef einhverju er breytt í liðum endurreiknar kerfið samtölur pr. launþega og launakeyrslu í heild.  

 

Ef smellt er á hnapp Endurreikna endurreiknast launþegi miðað við grunnforsendur þ.e. eins og skráð er í Skilgreining launþega og þannig eyðast allar breytingar sem slegnar hafa verið inn á liði hér.