Jöfnun færslna

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Fjárhagsbókhald > Skráning færsla >

Jöfnun færslna

Jöfnun er leyfð á öllum bókhaldslyklum. Ef bókhaldslykill er merktur þannig að hann krefjist kennitölu í færslum er jöfnun ekki leyfð fyrr en valin hefur verið ákveðin kennitala. Aðrir bókhaldslyklar leyfa jöfnun á milli kennitalna.

 

Ef jafnað er á milli kennitalna er eingöngu leyfð handvirk jöfnun þ.e. ekki er hægt að jafna sjálfvirkt.

 

Notendur sem ekki hafa heimild til jöfnunar geta samt alltaf séð í öllum hreyfinga fyrirspurnum hvort færslur hafa verið jafnaðar.

 

 

FIBSAC~1_img52

 

 

Þegar smellt er á keyra fyrirspurn birtist listinn hér að neðan.

 

 

FIBSAC~1_img53

 

Ef smellt er á hnappinn „Jafna sjálfvirkt“ finnur Regla allar þær færslur sem hægt er með vissu að jafna út.

 

Færslur á bókhaldslykli viðskiptakrafna (7600) jafnast sjálvirkt út kreditreikningar á móti reikningum. Ef gerðar voru kröfur með reikningum og sendar í banka úr Reglu og greiðslurnar, ásamt vaxtatekjum og kostnaði, síðan sóttar beint í banka þá hefur Regla allar upplýsingar til að jafna þær færslur sjálfvirkt.

 

Fyrir færslur á bókhaldslykil lánadrottna (9300) jafnast sjálfvirkt greiðslur sem skráðar eru með reikningsnúmer sendanda í tilvísunarsvæði. Einnig ættu mótteknir rafrænir reikningar sem sóttir eru eftir 1. nóv. 2017 að geta jafnast sjálvirkt á móti greiðslum.

 

Ef smellt er á hnappinn „Jafna sjálfvirkt“ í dæminu hér að ofan er niðurstaðan í skjámynd hér að neðan.

 

 

 FIBSAC~1_img54

 

Skipt er á milli að sýna allar færslur eða bara ójafnað með því að smella á viðeigandi hnapp.

 

Auðkennið sem kemur fram undir „Jöfnun“ tengir saman þær færslur sem tilheyra jöfnuninn og ef smell er á auðkennið birtast þær færslur.

Ef smellt er á táknið FIBSAC~1_img55 þá er jöfnun fjarlægð af þeim færslum sem tilheyra jöfnuninni.

 

Til að jafna handvirkt er smellt í valboxið fremst í línunni og þá birtist gluggi sem sýnir „Samtals merkt í jöfnun“. Þegar staðan er 0 er hægt að smella á hnappinn „Jafna“. Ef staðan er ekki 0 er hægt að smella á hnappinn „Jafna með mismun“ og þá birtist skjámynd sem leyfir innslátt á skýringatexta og línan merkist með tákninu FIBSAC~1_img56 aftast. Með því að smella á táknið er alltaf hægt að breyta skýringatexta.

 

 

FIBSAC~1_img57