• Fréttabréf
  •  
  • 8/31/2018

Fréttabréf - Júlí 2018 - nýtt

Fréttabréf - Júlí 2018 - nýtt
Öryggi í tölvupóstsendingum, netverslanatengingar, rafrænir reikningar o.fl.

Undanfarið hafa tölvupóstþjónustur verið að bæta öryggi í póstsendingum sem hefur í för með sér að erfiðara hefur verið fyrir óskyldan hugbúnað eins og Reglu að senda póst.

Við höfum því gert breytingar þannig að allur tölvupóstur sem sendur er úr Reglu fer frá netfanginu no-reply@regla.is. Engu að síður flyst netfang þess sem sendir póstinn með og ef móttakandi svarar með því að smella á reply fer svarið á rétt netfang.

Hægt er að velja "Use credentials for email" á starfsmann og/eða fyrirtæki eins og áður, og senda þannig póst í gegnum skilgreindan póstþjón, en ef það gengur ekki þá þarf bara að afhaka "Use credentials for email" og þá sendist pósturinn frá no-reply@regla.is eins og áður er sagt.


Nýlegar uppfærslur:

  1. Shopify tenging við vefverslun. Birgðastaða og verð uppfærast frá Reglu yfir í Shopify og allar pantanir í Shopify koma sem reikningar inn í Reglu.
     
  2. Móttakendur rafrænna reikninga. Nú er hægt að fá lista yfir þá viðskiptamenn sem geta tekið á móti rafrænum reikningum. Hægt er að senda þeim tölvupóst og fá leyfi til þess að merkja þá sem slíka og þá að lokum merkja þá sem valdir eru úr listanum sem móttakendur rafrænna reikninga.
     
  3. Eftirágreiddur skattur (skattar utan staðgeiðslu). Innheimtumenn ríkissjóðs senda textaskrá mánaðarlega með álagningu opinberra gjalda sem draga á af launþegum. Skráin er lesin inn undir “Launabókhald > Viðhald skráa > Innlestur eftirágreiddur skattur”. Þegar laun hafa svo verið reiknuð er eru skattarnir sendir til innheimtumanna í uppgjörsvinnslunni “Skattar utan staðgreiðslu”.

Regla is a Cloud-based accounting software that does not require any setup. You can login and start booking right away.

With Regla you will simplify your accounts, connect with banks and make electronic transactions a part of your daily routine, saving a lot of time.

Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík

09:00 - 16:00
520 1200